Kjúklingur í grænu pestó

Öllu einfaldara gerist það ekki en útkoman er sérdeilis góð! Pestóinu er smurt ríkulega á kjúklingabitana eða í eins þykku lagi og mögulega tollir á. Kjúklingurinn er settur í ofninn þar til hann er eldaður í gegn en þá er steikarpotturinn tekinn út, kjúklingurinn settur á fat og haldið heitum. Soðið er loks bragðbætt með krafti, salti, pipar og límónusafa. Límónurnar er mjög mikilvægt að hafa með!

BBQ vængir

Kjúklingavængir eru tilvaldir sem smáréttur á veisluborð eða einfaldlega sem full máltíð. Hægt er að krydda þá á ótal vegu, fara einfalda leið og kaupa tilbúna kryddblöndu eða grillsósu í búð eða e.t.v. setja sósuna í sparibúning. Austurlenskar grillsósur á borð við teriyaki og hoisin eru líka undursamlega góðar!