Þetta ólíkindasalat er ómissandi með fylltum hátíðarkjúklingi en passar líka vel með steiktum eða grilluðum kjúklingi með góðri soðsósu og jafnvel ofnbökuðum kartöflum með hvítlauk og rósmarín.
Niðursoðnir sveppir
Niðursoðinn maís
Blandaðir ávextir í sykurlegi
Sýrður rjómi
Majónes
Rósapipar
Vökvanum er hellt af dósamatnum (það er um að gera að halda upp á soðið af sveppunum og nota síðar í súpu). Sýrðum rjóma og majónesi er hrært saman og blandað við en rósapiparinn er nú aðallega til skrauts.