Gaucamole hentar mjög vel með ofnbökuðum kjúklingavefjum, nachos og fajitas.
2 lárperur (avakadó), aldinkjötið fallega grænt og mjúkt
1 hvítlauksrif, fínhakkað
chilí ef vill
kotasæla ef vill
kóríanderlauf (fersk) ef vill
Lárperurnar eru teknar úr hýði sínu með skeið og síðan maukaðar með hvítlauknum. Gott getur verið að bragðbæta maukið með fínhökkuðu chilí og jafnvel kóríanderlaufum. Eins finnst sumum gott að blanda kotasælu saman við.
Lárperur verða brúnar þegar þær komast í snertingu við súrefnið í loftinu og til að koma í veg fyrir að maukið verði brúnt við geymslu getur verið gott að slétta yfirborðið og hella olíu yfir svo súrefnið komist ekki að. Í stað olíu má smyrja sýrðum rjóma yfir eða setja sítrónusafa.