Þetta sígilda salat er svo ómótstæðilega gott þegar það er heimagert en ekki keypt í dós. Einkum og sér í lagi ef maður á estragonedik upp í skáp en ef ekki má nota annað edik. Salatið passar vel með djúpsteiktum kjúklingi en líka venjulegum ofnsteiktum kjúklingi.
hvítkál, sneitt fínt
gulrætur, rifnar
sýrður rjómi
majones
edik, t.d. estragon-, epla- eða hvítvínsedik
sykur
hvítlauksduft
salt
pipar
Sósunni er ekki hrært saman við grænmetið fyrr en hún er orðin bæði ljúffeng og áferðargóð. Gott er að hafa heldur meira af sýrðum rjóma (feitum) en majónesi. Ediki, sykri og kryddi skal bæta út í í smáum skömmtum og smakka sósuna til.