Að steikja eða grilla kjúklingabringur og sneiða þær niður til að nota á samlokur er sérdeilis einfalt og lyftir nestinu í hæstu hæðir. Gott getur verið að steikja meira en þörf krefur og lausfrysta sneiðar til að eiga tilbúnar í næsta sinn. Hér á eftir fylgir tillaga að áleggi.
kjúklingabringur
salt
pipar
olía til steikingar
góðar brauðsneiðar
rjómaostur
fersk basilika
rauð paprika
ísberg salat
beikon, steikt þar til stökkt
góð sósa, t.d. Sesar dressing eða hvítlaukssósa
Öllu skellt í samlokur! Flóknara er það ekki. Jafnframt er gott að setja allt nema salatið, paprikuna og sósuna á og setja að auki ost ofan á sneiðarnar og grilla í ofni. Grænmetið og sósuna borðar maður þá sem meðlæti, algjört sælgæti!