Elskaður réttur sem auðvelt er að aðlaga að því sem til er í ísskápnum. Sömuleiðis er þægilegt að eiga nokkrar óbakaðar fylltar vefjur í frystinum til að stinga inn í ofn á annasömum dögum.
3 kjúklingabringur
salt
chilí kryddblanda (tex mex)
olía til steikingar
1 laukur
2-3 hvítlauksrif
200 g brokkolí og eða blómkál
1 rauð paprika
100-200 g sveppir
1/2 – 1 dl furuhnetur
chilí ef vill
200 – 250 g rjómaostur
1 – 1 1/2 dl sterk tex mex salsa
tabasco ef vill
6 – 8 meðalstórar vefjur (tortillur)
sýrður rjómi
rifinn ostur
Bringurnar steiktar í gegn og sneiddar niður. Grænmetið steikt, sósan útbúin og öllu blandað saman. Þegar búið er að smakka herlegheitin til er hægt að fylla vefjurnar og rúlla þeim upp. Þær eru síðan smurðar að ofan með sýrðum rjóma og rifnum osti loks dreift yfir. Vefjurnar eru síðan bakaðar í ofni, t.d. í eldföstu móti eða á bökunarpappír með samskeytin niður, við 200 °C þar til osturinn hefur bráðnað og náð fallegum gullnum lit.
Gott er að bera fram nachos, sýrðan rjóma, salsasósu og guacamole með þessum rétti.