1 kjúklingur
1 gosdós / öldós / bjórdós
Vatn
Sítróna og fleira ef vill
Salt
Pipar eða annað gott krydd
Olía
Kjúklingurinn er þerraður, olíuborinn og kryddaður. Tóm 33 cl dós er hálffyllt af vatni (eða til dæmis bjór, appelsínusafa eða hvítvíni) og síðan er einhverju gúmmelaði troðið í dósina, t.d. sítrónubitum, hvítlauk, rósmaríni eða öðru góðu. Þá er kjúklingurinn settur upp á dósina og á bakka til að fanga safann. Kjúklinginn má síðan elda á grilli en þá skal gæta þess að hafa hitann ekki beint undir fuglinum; eða neðarlega í ofni við 150 °C, (undirhita) og blástur í um 1 klst. Með þessum hætti verður kjötið sérdeilis meyrt, safaríkt og gott en jafnframt fær maður góða skorpu á allan fuglinn.