Kjúklingabitar
BBQ-sósa
Rjómi
Rauðlaukur (ef vill)
Sveppir (ef vill)
Salt
Pipar
Rifinn ostur (ef vill)
Heslihnetur, gróft saxaðar
Kjúklingabitunum er raðað í eldfast mjót. BBQ-sósu og rjóma hrært saman: Fyrir 3 kg af kjúklingabitum þarf a.m.k. eina flösku af sósu (um 250 ml) en annars fer magnið eftir smekk, það er bara að smakka sósuna til áður en henni er hellt yfir bitana og þeim stungið inn í 180°C heitan ofninn í um klukkutíma eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
Þegar bitarnir eru komnir í ofninn er bara að steikja rauðlauk og sveppi eða annað sem hugurinn girnist; strá því yfir kjúklinginn og salta og pipra. Að lokum geta þeir sem eru á því að osti sé aldrei ofaukið, stráð rifnum osti yfir réttinn en það er þó langt frá því að vera nauðsynlegt. Sömuleiðis er alveg ljómandi að sleppa grænmetinu og ostinum en strá gróft söxuðum heslihnetum yfir réttinn þegar hann á um 10 mínútur eftir í ofninum.
Borið fram með soðnum hrísgrjónum og salati.