Öllu einfaldara gerist það ekki en útkoman er sérdeilis ljúffeng!
kjúklingabitar
grænt pestó
límónur
kjúklingakraftur
salt
pipar
Kjúklingurinn þarf að vera í bitum eða helmingum svo pestóið tolli vel á, helst ekki nota bara bringur í þennan rétt. Pestóinu er smurt ríkulega á eða í eins þykku lagi og mögulega tollir á. Þetta er síðan eldað í steikarpotti inni ofni við um 180-200 °C þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn. Þá er potturinn tekinn út og kjúklingurinn settur á fat og haldið heitum. Á soðinu er mikil fita sem má fleyta af að mestu en soðið er bragðbætt með krafti, salti, pipar og límónusafa. Ef það þykir þurfa meiri soðsósu má einfaldlega bæta við vatni.
Flóknara er það ekki! Kjúklingurinn er borinn fram með soðsósunni, límónubátum, fersku grænmeti og góðu brauði eða hrísgrjónum.