Svo fljótlegt, svo þægilegt, svooo gott.
Kjúklingabringur, skornar í bita
Rautt pestó
Hreinn fetaostur, skorinn í teninga
Kjúklingabringubitunum er blandað saman við rauða pestóið og fetaostinn. Sett í eldfast mót og bakað við 180 °C í um 30-40 mínútur eða þar til bitarnir eru eldaðir í gegn.
Herlegheitin eru síðan borin fram með ofnbökuðu grænmeti, kotasælu og kaldri sósu, t.d. gráðostasósu.