Hin indversku naan brauð eins og við höfum borðað á indverskum veitingastöðum bæði hér heima og á Indlandi eiga fátt sammerkt með þeim sem fást í loftskiptum umbúðum í verslunum. Það er því búið að leggja þónokkuð í það að setja saman meðfylgjandi uppskrift til að komast sem næst þeim dásemdum sem „ekta“ nýbakað naan er.
2 1/2 dl volgt vatn
5 g pressuger eða 2 1/2 tsk þurrger
8 1/2 dl hveiti
1/2 dl hrein jógúrt
1 slegið egg
2 tsk fínt sjávarsalt
¾ tsk matarsódi
2 msk ólífuolía og meira til að hnoða
skírt smjör
2 msk smátt saxað kóríanderlauf og hvítlaukur
Notuð er wok-panna með loki en einnig má nota húðaða pönnu með loki. Tilvalið er að frysta brauðin þegar búið er að baka þau og hita þau svo í ofni, vafin í álpappír. Hægt er að minnka germagnið og geyma deigið í kæli til að nota síðar.
Jógúrt er hrært saman við ger og vatn; síðan afganginn af þurrefnunum. Þessu eru blandað saman með höndunum eða sleif þar til komið er lint og klesst deig. Tveimur tsk af olíu eða smjöri er strokið yfir deigyfirborðið. Síðan er það tekið upp og kreist einu sinni eða tvisvar. Þá er það sett aftur ofan í skálina, breitt yfir og látið standa í 15 mínútur.
Einni tsk til viðbótar af olíu eða smjöri er smurt á deigið yfirborð deigsins. Deiginu er þá hvolft á olíuborið vinnuborð, það hnoðað í um 30 sekúndur og sett svo aftur í skálina. Breitt yfir og láttið deigið standa í 15 mínútur í viðbót.
Nú ætti deigið að vera orðið mun sléttara.
Deigið hnoðað létt á olíubornu vinnuborði og því síðan skipt í 5 eða fleiri bita. Svolitlu hveiti stráð yfir og látið standa í 5 mínútur. Á meðan er panna hituð við meðalhita.
Hver deigbútur er flattur út á hveitistráðu borði í dropalaga brauð, sem allra þynnst.
Bakað á wokinu við háan hita (t.d. stilling 7 af 9), með loki. Deigið á að lyfta sér dálítið og loftbólur að myndast á yfirborðinu.
Smjör og kryddjurtir settar á bakaða hlið svo ekkert brenni.