Hollt og gott meðlæti sem passar sérstaklega vel með kjúklingi í rauðu pestói.
Paprika (rauð, gul eða appelsínugul)
Rauðlaukur eða skalotlaukur
Kúrbítur
Blómkál
…og eða annað grænmeti sem hentar vel til að bakast í ofni
Jómfrúarolía
Salt
Blandaður pipar
Grænmetið hlutað gróflega niður, olíunni rjátlað yfir og blandað vel. Sett í eldfast mót, flögusalt mulið yfir og blandaður pipar sömuleiðis. Bakað í ofni við 180-200 °C í fremur stuttan tíma (10-15 mín.), grænmetið á að vera stökkt undir tönn en ekki orðið alveg mjúkt.