Kjúklingabúið Vor selur megnið af sinni framleiðslu til Reykjagarðs hf. en þekktasta vörumerki Reykjagarðs er Holta, hluti af framleiðslu Vors er seldur sem frosnir, heilir fuglar beint af býli. Kjúklingabúið Vor kemur ekki að útungun né slátrun.  Vor kaupir dagsgamla unga af Reykjagarði, sem slátrar einnig fuglunum í sláturhúsi sínu á Hellu.