Kjúklingabúið Vor selur megnið af sinni framleiðslu til stærri söluaðila en hluti af framleiðslunni er seldur sem frosnir, heilir fuglar beint af býli.

Kjúklingabúið Vor kemur ekki að útungun né slátrun eða kjötvinnslu að öðru leiti en því að gera kröfu um gæði af hendi viðskiptaaðila sinna en við þá eiga þau farsælt samband.

Hjónin hafa náð aðdáunarverðum árangri í eldinu. Fuglarnir dafna vel og ungadauði er með þeim allra lægsta sem þekkist.