Svokallaður stórbúskapur er langalgengastur í eldi kjúklinga líkt og fleiri húsdýra nú til dags. Blandaður búskapur verður æ sjaldgæfari og flestir bændur einbeita sér nú að því að ná árangri í eldi einnar tegundar, hvort sem um er að ræða sauðfé, mjólkurkýr eða kjúklinga.
Skilvirkni er mjög mikilvæg í kjúklingaeldi. Hagsmunir dýranna og bóndans fara algjörlega saman en helsta verkefni bóndans er að tryggja velferð fuglanna. Ef hjörðinni líður vel, skilar það sér í góðum vexti, litlum afföllum og þar af leiðandi betri afkomu búsins.