Kjúklingabúið Vor ehf var stofnað árið 1993 og er rekið af hjónunum Ingimundi Bergmann og Þórunni Kristjánsdóttur. Þau hafa þó ræktað kjúklinga mun lengur en þau byrjuðu afar smátt fyrir um 36 árum. Í dag er starfsemin í tveimur byggingum en þremur eldiseiningum þar sem annarri byggingunni er skipt niður í tvær aðskildar einingar. Samtals eru húsin um 1000 m2, þau eldri sem eru samtengd voru byggð árin 1981 og 1987 en það síðasta árið 2002.

Þau hjónin leggja mikla natni við umönnun kjúklinganna sem koma dagsgamlir að búinu og eru aldir upp í sláturstærð á um 5 vikum. Eldishúsin eru að bæ þeirra, Vatnsenda í Flóa og því er ekki nema steinsnar fyrir þau að rölta til að athuga með fuglana. Á Vatnsenda eru einnig nokkrir hestar og örfáar kelnar kindur.

Jafnframt rekur sonur þeirra Vélsmiðju Ingvars Guðna á Vatnsenda. Það er ekki ónýtt að geta leitað til hans með að passa búið þegar þörf krefur en nauðsynlegt er að viðkomandi hafi þekkingu á bæði búskapnum og tækjabúnaðinum.

Allt efni á heimasíðunni er frá fjölskyldunni komið.