Við viljum láta náttúruna njóta vafans og reynum að endurnýta sem allra mest af því sem til fellur í búskapnum.

  • Húsnæði er hitað með jarðhita auk rafmagns og olía einungis notuð í við tilfallandi rafmagnsbilanir.
  • Húsunum er alltaf haldið heitum til að minnka líkur á að grípa þurfi til olíukyndingar.
  • Dráttarvélar, mokstursvélar og bílar eru ekki látin ganga að óþörfu.
  • Plastumbúðir utan af aðföngum eru sendar til endurvinnslu.
  • Kjúklingaskítur, sem er blanda af driti, spónum og vatni, er einn besti áburður sem til er og hann er þess vegna nýttur sem slíkur.
  • Við notum umbúðir (poka) sem brotna niður í náttúrunni, undir tilfallandi úrgang.
  • Við notum eingöngu hreinsiefni sem eru viðurkennd sem óskaðleg fyrir umhverfið.