Heim

Kjúklingabúið Vor


Kjúklingabúið Vor ehf. er á Vatnsenda í Flóahreppi og var stofnað árið 1993 af hjónunum Ingimundi Bergmann Garðarssyni og Þórunni Kristjánsdóttur.

Þau hafa þó ræktað kjúklinga mun lengur en þau byrjuðu afar smátt árið 1978. Árið 2015 voru kynslóðaskipti í búskapnum þegar Ingvar Guðni sonur þeirra hjóna og kona hans, Eydís Rós, tóku við búskapnum. Í dag er starfsemin í fjórum byggingum en fimm eldiseiningum þar sem einni byggingunni er skipt niður í tvær aðskildar einingar.
Samtals eru húsin um 2800 m2, þau elstu sem eru samtengd voru byggð árin 1981 og 1987, eitt hús var byggt árið 2002 og svo tvö tæplega 900 m2 árið 2021.

Staðsetning


Kjúklingabúið Vor er á Vatnsenda í Flóahrepp.