Ofnbakað grænmeti
Hollt og gott meðlæti sem passar sérstaklega vel með kjúklingi í rauðu pestói. Grófhlutað græmeti rjátlað jómfrúarolíu er sett í eldfast mót og kryddað með salti og blönduðum pipar. Bakað í ofni en ekki of lengi því grænmetið á að vera stökkt undir tönn.