Köld gráðostasósa passar vel með kjúklingi í rauðu pestói, BBQ vængjum, á hamborgara og að sjálfsögðu með grænmetissnakki, einkum og sér í lagi selleríi.
Gráðostur
Sýrður rjómi, feitur og fínn
Salt ef vill
Pipar ef vill
Gráðosturinn er einfaldlega stappaður saman við sýrða rjómann. Hlutföllin fara eftir því hve sterkur gráðosturinn er og hve sterkt gráðostabragð maður vill hafa af sósunni.